Spurningar og svör

Spurningar og svör

?

Í hvaða röð á ég að elda máltíðirnar?

Hjá okkur færðu ávallt ferskasta hráefnið hverju sinni. Hráefnið kemur til okkar ferskt á mánudagsmorgni og pökkunum er keyrt út á mánudegi og þriðjudegi. Við mælum með því að elda fiskinn fyrst, þar á eftir kjúkling og síðan kjöt.Þessi hráefni eru merkt með dagsetningu og því er einnig hægt að miða við þær þegar kemur að eldamennskunni.

?

Hvernig skrái ég mig í áskrift?

Þegar þú pantar hjá okkur fyrsta pakkann þá getur þú hakað við að þú viljir vera í áskrift hjá okkur. Þetta er einstaklega þægilegur kostur þar sem að engin hætta er á að þú gleymir að panta í matinn fyrir næstu viku. Ef eitthvað er óljóst sendu okkur þá fyrirspurn og við úskýrum nánar. 

?

Ef ég er ekki heima þegar pakkinn minn kemur, hvað gerist þá?

Pakkar eru keyrðir út á höfuðborgarsvæðinu milli kl.12-18:30 á mánudögum og þriðjudögum. Ef enginn er heima er pakkinn skilinn eftir fyrir utan.

?

Hvernig get ég borgað?

Við tökum við debet- og kreditkortum og gengur þú frá greiðslu í greiðslugáttinni okkar sem kemur upp við körfuna þína.

?

Hvar á landinu get ég pantað?

Við afhendum pakka á höfuðborgarsvæðinu, í Keflavík og á Akureyri. 

?

Eru umbúðirnar endurvinnanlegar?

Ytri umbúðir pakkanna eru endurvinnanlegar en ekki allar umbúðir hráefnis. Það er þó markmið okkar hjá Einn, tveir & elda að draga úr notkun plasts eins og mögulegt er. Bílstjórar okkar taka vel á móti gömlum pappakössum sem við setjum síðan í endurvinnslu.

?

Er hægt að kaupa gjafakort?

Í augnablikinu bjóðum við ekki upp á gjafakort, en það mun vera hægt að kaupa hjá okkur kort í nánustu framtíð.

?

Get ég valið innihald uppskriftanna?

Ekki er möguleiki að velja innihald uppskriftanna, en í Klassíska pakkanum getur þú valið á milli uppskrifta í pakkann þinn.

?

Get ég valið meira prótein eða meira grænmeti í pakkann minn?

Ekki að svo stöddu.

?

Get ég valið máltíðir í pakkana?

í Klassíska pakkanum getur þú valið þrjár af sex mögulegum uppskriftum í pakkann þinn, en LKL pakkinn og Vegan pakkinn innihalda þrjá staðlaða rétti.

?

Ofnæmi – get ég valið gluten free, dairy free og nut-free?

Ekki er mögulegt að velja ofnæmisfríar máltíðir. Hinsvegar mun nákvæm innihaldslýsing fylgja hverri máltíð svo þú getur skoðað þær áður en þú pantar.

?

Hvað ef pöntunin mín er röng?

Vilji svo til að pöntunin þín komi röng frá okkur munum við kappkosta við að aðstoða þig eftir bestu getu. Sendu okkur fyrirspurn og við förum í málið.

?

Hvernig sé ég reikninginn fyrir kaupunum?

Þegar þú hefur stofnað aðgang á síðunni geturðu séð allar þínar pantanir og reikninga undir Minn aðgangur.

?

Fyrir hvaða tíma þarf ég að panta?

Pantanir á matarpökkum þurfa að berast fyrir kl.13 á hádegi  á fimmtudögum til að fá pakkann afhendann í vikunni á eftir.