Hannaðu þinn eiginn pakka

Þegar þú hefur skráð þig hjá okkur getur þú sett saman þinn pakka, allt eftir þörfum fjölskyldunnar. Þú velur þrjár uppskriftir í Klassíska pakkanum þar sem valið stendur á milli sex uppskrifta.
Í hverri viku bjóðum við einnig upp á girnilegan Lágkolvetna pakka og Vegan pakka.

Frí heimsending

Þú getur fengið Klassíska pakkann, Lágkolvetna pakkann og  
Vegan pakkann 
sendan heim til þín á mánudögum eða þriðjudögum. Heimsendingar á Akureyri og í Grindavík fara einungis fram á þriðjudögum. Frí heimsending! 

Sæktu pakkann og styrktu gott málefni

Þú getur valið að sækja matarpakkann til íþróttafélags í þínu nágrenni. Þú einfaldlega velur íþróttafélagið í pöntunarferlinu og rennur hluti af ágóða sölunnar til þess íþróttafélags. Afhending hjá íþróttafélögum fer fram á mánudögum milli kl. 16-19. Einnig er hægt að sækja pakkann til okkar í Eyrartröð 2A milli kl.16-19 á mánudögum.
Afhending á Akureyri fer einungis fram á þriðjudögum hverrar viku en hægt er að sækja pakkann sinn hjá Íþróttafélaginu Þór eða Knattspyrnufélags Akureyrar. 

Skráðu þig í áskrift

Ef þú ert í áskrift hjá okkur er engin hætta á að þú gleymir að panta og þú færð nýja rétti í hverri viku. Endilega komdu í áskrift hjá okkur svo við getum eldað saman í hverri viku! Öll breyting á áskrift fer fram inn á þínum aðgangi en þar getur þú sagt áskriftinni upp eða sett hana í pásur hvenær sem er.