Í nýlegri rannsókn matvælastofnun Sameinuðu þjóðana kom í ljós að áætlað er að um 1,3 milljónir tonna af matvælum fari í ruslið á hverju ári og að í iðnvæddum löndum líkt og Íslandi fari um þriðjungur þess matar sem keyptur er í ruslið, án þess að nokkur hafi notið hans. Þá er talið að Norðurlöndin ein og sér sóa um 3,5 milljónum tonna af mat árlega.* Þetta þykir okkur sorgleg staðreynd og viljum leggja okka á vogarskálarnar til að sporna við þessari þróun. Okkar réttir koma tilbúnir til eldunar. Við mælum varlega hvað þarf til svo að máltíðin þín verði nægilega stór til að standast þínar þarfir.