Hver erum við?

Markmið Einn, tveir og elda er að einfalda þér lífið. Hvernig líst þér á að fara beint heim eftir langan vinnudag og njóta gæðastunda með fjölskyldunni í stað þess að eyða dýrmætum tíma í matarinnkaup? Það er ekkert betra í lok vinnudags en að eyða tímanum með þeim sem við elskum.

Í pökkunum frá okkur færðu allt sem til þarf í uppskriftina þína, brakandi ferskt hráefni í bestu mögulegum gæðum og ítarlegar leiðbeiningar, allt til að gera þig að meistara í eldhúsinu. 

Við elskum að elda og okkur finnst fátt skemmtilegra en að deila þeirri ást með þér. Það er ekki nóg með að við elskum að elda heldur höfum við fengið til liðs við okkur fjöldan allan af landsþekktum einstaklingum sem deila þessari ást á mat með okkur. Í hverri viku mun gestakokkarnir okkar keppast við að heilla þig upp úr skónum með uppáhalds uppskriftunum sínum og leyndarmálunum á bak við þær. Þú getur líka fylgst með öllu sem gerist á bak við tjöldin hjá okkur, bæði á Facebook og Instagram, skemmtilegum uppákomum, eldamennskunni og öllu því óborganlega sem alltaf gerist í eldhúsinu. 

Við kappkostum við að hafa fjölbreitni í matargerðinni. Þannig getur þú lært nýjar aðferðir og komið bragðlaukunum endalaust á óvart með framandi, spennandiog fersku bragði. 

Við hjá Einn, tveir og elda viljum líka verasamfélagslega ábyrg.Með því að velja að sækja matarpakkann þinn til íþróttafélagsins í þínu hverfi styður þú við mikilvægt íþróttastarf barna og ungmenna, en hluti af andvirði pakkans rennur til íþróttafélagsins. Við erum ákaflega stolt af þessu samstarfi við íþróttafélögin og vonum að þú sjáir þér hag í að nýta þennan valkost og um leið styrkja gott málefni.  

Annar kostur er að fá pakkann þinn sendann heim , sem við gerum með glöðu geði gegn vægu gjaldi.

Við afgreiðum Klassíska pakkann og Holla pakkann á mánudögum og þriðjudögum en Gestakokkapakkann á fimmtudögum og föstudögum. Það er tilvalið að fá gestakokkana til að gera vel við þig um helgar þegar þú vilt njóta gæðastunda með fjölskyldu og vinum. Þú slærð í gegn í eldhúsinu án þess að hafa fyrir því.

 

Um Einn, tveir og elda

Markmið Einn, tveir og elda er að einfalda þér lífið. Hvernig líst þér á að fara beint heim eftir langan vinnudag og njóta gæðastunda með fjölskyldunni í stað þess að eyða dýrmætum tíma í matarinnkaup? Það er ekkert betra í lok vinnudags en að eyða tímanum með þeim sem við elskum. 

Í pökkunum frá okkur færðu allt sem til þarf í uppskriftina þína, brakandi ferskt hráefni í bestu mögulegum gæðum og ítarlegar leiðbeiningar, allt til að gera þig að meistara í eldhúsinu.

Við elskum að elda og okkur finnst fátt skemmtilegra en að deila þeirri ást með þér. Þú getur fylgst með öllu sem gerist á bak við tjöldin hjá okkur, bæði á Facebook og Instagram, skemmtilegum uppákomum, eldamennskunni og öllu því óborganlega sem alltaf gerist í eldhúsinu.

Við kappkostum við að hafa fjölbreytni í matargerðinni. Þannig getur þú lært nýjar aðferðir og komið bragðlaukunum endalaust á óvart með framandi, spennandi og fersku bragði.

Við afgreiðum Klassíska pakkann, Lágkolvetna pakkann og Vegan pakkann á mánudögum og þriðjudögum og inniheldur hver pakki þrjá rétti. Í Klassíska pakkanum getur þú valið um þrjá rétti af sex mögulegum.